Hringurinn konungsnautur er fyrsti kaflinn í hinum stóra sagnabálki sögulegra skáldsagna eftir hinn sænskumælandi Finna, Zacharias Topelius.
Ævintýraleg fjölskyldu— og örlagasaga sem spannar tvær aldir. Hringamiðja sagana er hringur einn sem býr yfir ákveðnum töframætti og minnir því óneitanlega á Hringadróttinssögu, en Sögur herlæknisins eru tæpum 90 árum eldri en hið fræga meistaraverk Tolkiens.
Sagan birtist fyrst í dagblaðsútgáfu árið 1851 en íslensk þýðing er í höndum sjálfs Matthíasar Jochumssonar.
Rithöfundurinn, ljóðskáldið og blaðamaðurinn Zacharias Topelius (1818–1898) var nokkuð víðförull á sínum ferli; var doktor í sagnfræði, áhrifamaður í frelsisbaráttu Finna gegn Rússum og gegndi meðal annars stöðu rektors við Háskólann í Helsinki.rnVerk hans báru með sér mikinn keim af fornum leyndardóm, dulspeki og jafnvel alkemískum fræðum. En styttri verk hans könnuðu þau miklu áhrif sem iðnbyltinginn hafði á finnskt samfélag.